Fréttir

Skattleysismörk tekjuskatts og útsvars vegna ársins 2017 er 149.192 krónur á mánuði að teknu tilliti til 4 prósenta lögbundinnar iðgjaldsgreiðslu í lífeyrissjóð.

Starfsmenn sem fá styrk frá launagreiðanda eða frá stéttarfélagi til greiða kostnað við íþróttaiðkun eða aðra heilsurækt er ekki skattskyldur að því marki sem greiðslan fyrir ekki yfir 55.000 kr. á ári. Starfsmaður þarf að leggja fram reikninga fyrir greiðslu á viðkomandi kostnaði.

Greiðslur launagreiðenda á kostnaði launþega á milli heimilis og vinnustaðar eru skattskyld ef nýttar eru almenningssamgöngur eða vistvænn samgögnumáti að hámarki samtals 7.500kr á mánuði.

Skatthlutfall í staðgreiðslu vegna ársins 2017 er:

  • 37,13% af tekjum 0-336.035 kr.
  • 38,35% af tekjum 336.035-836.990 kr.
  • 46,25% af tekjum yfir 836.990 kr.

Skatthlutfall barna sem eru fædd 2001 eða síðar er 6% ( 4% tekjuskatt og 2% útsvar) af tekjum umfram frítekjumarka barna sem er 180.000 kr.

Persónuafsláttur ársins 2017 er 623.040 eða 51.920 kr. á mánuði

Skatthlutfall í staðgreiðslu vegna ársins 2015 er:

  • 37,30% af tekjum 0-309.140 kr.
  • 39,74% af tekjum 309.141-836.404 kr.
  • 46,24% af tekjum yfir 836.404 kr.

Skatthlutfall barna sem eru fædd 2000 eða síðar er 6% ( 4% tekjuskatt og 2% útsvar) af tekjum umfram frítekjumarka barna sem er 180.000 kr.

Persónuafsláttur ársins 2014 er 610.825 eða 50.902 kr. á mánuði

Skattleysismörk tekjuskatts og útsvars vegna ársins 2014 er 141.025 krónur á mánuði að teknu tilliti til 4 prósenta lögbundinnar iðgjaldsgreiðslu í lífeyrissjóð.

Námskeiðsstyrkir eru skattskyldar tekjur. Heimilt að færa kostnað á móti styrk til að sækja námskeið eða endurmenntun sem tengist starfi launþega.Ef námskeiðið er ótengt starfinu þá er frádráttur óheimill.

Ekki skal telja til tekna hlunnindi og fríðindi eins og árhátíð starfsmanna, starfsmannaferðum, jólagleði og öðrum sambærilegum samkomum eða viðburðum. Þetta þurfa að vera viðburðir sem standi öllum starfsmönnum til boða og árslegur kostnaður af þeim sé ekki hærri en 100.000 kr. á hvern starfsmann. Ef hlunnindi og fríðindi af þessum toga fara yfir umrædda fjárhæð þá telst mismunurinn meðal tekna starfsmanns.

Ekki skal telja tekna samgöngustyrk sem launþegi fær greitt frá sínum atvinnurekanda til vega á móti kostnaði launþega vegna ferða milli heimilis og vinnustaðar eða vegna ferða í þágu atvinnurekanda ef nýttar eru almenningssamgöngur eða vistvænn samgögnumáti að hámarki samtals 7.000 kr. á mánuði.

 

Skatthlutfall í staðgreiðslu vegna ársins 2014 er:

  • 37,30% af tekjum 0-290.000 kr.
  • 39,74% af tekjum 290.001-784.619 kr.
  • 46,24% af tekjum yfir 784.619 kr.

Skatthlutfall barna sem eru fædd 1999 eða síðar er 6% ( 4% tekjuskatt og 2% útsvar) af tekjum umfram frítekjumarka barna sem er 180.000 kr.

Persónuafsláttur ársins 2014 er 605.977 eða 50.498 kr. á mánuði


© 2013 Uppgjör og skattskil ehf. | Nethyl 2b, 2 hæð, 110 Reykjavík | Sími: 577-3434 | einar@uppgjorogskattskil.is
Þessi vefur er unnin af Signatus markaðsstofu!