Fréttir

Starfsmenn sem fá styrk frá launagreiðanda eða frá stéttarfélagi til greiða kostnað við íþróttaiðkun eða aðra heilsurækt er ekki skattskyldur að því marki sem greiðslan fyrir ekki yfir 50.000 kr. á ári. Starfsmaður þarf að leggja fram reikninga fyrir greiðslu á viðkomandi kostnaði.

Lífeyrisiðgjald sem halda má utan staðgreiðslu er 4% af launum eða reiknuðu endurgjaldi. Heimilt er að auki að færa til frádráttar allt að 2% vegna iðgjalda samkvæmt samningi um viðbótartryggingavernd, enda séu iðgjöld greidd reglulega til aðila sem falla undir 3. mgr. 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Frádráttur vegna iðgjalds í séreignarsjóð hækkar 1. júlí 2014 og verður 4%.

Sjómannaafsláttur fellur niður frá og með 1.janúar 2014.

Samkvæmt heimasíðu Ríkisskattstjóra er tekið fram að þann 4. desember voru send um 5.000 bréf þar sem boðuð var sekt á þau félög sem ekki hafa skilað inn ársreikningi. Fengu þessi félög 30 daga til að skila inn ársreikningi og komast þannig hjá sekt. Þessi frestur var framlengdur til 10. janúar 2013 vegna tafa á bréfunum.

Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækjaskrá getur tekið allt sjö virka daga að stofna nýtt félag frá því að gögn berast. Jafnframt kemur fram í tilkynningunni að þessi málshraði á einnig líka við um tilkynningar á breytingum á áður skráðum atriðum.

Signatus og Uppgjör og skattskil hafa síðastliðnar 2 vikur unnið í gerð nýrrar heimasíðu, síða en byggð á WordPress.

Skil á upplýsingum vegna framtalsgerðar 2013 þarf að berast Ríkisskattstjóri fyrir 10.febrúar.

Hér má sjá auglýsingu frá Ríkisskattstjóra sem hefur að geyma lista yfir hvaða gögnum félög þurfa að skila.

Sjá nánar á vef rsk.is

Signatus vinnur nú að gerð nýrrar heimasíðu fyrir Uppgjör og skattskil ehf. Vefsíðan er byggð á vefumsjónakerfinu WordPress. Signatus vinnur nú einnig að gerð lógós og öðru markaðsefni.


© 2013 Uppgjör og skattskil ehf. | Nethyl 2b, 2 hæð, 110 Reykjavík | Sími: 577-3434 | einar@uppgjorogskattskil.is
Þessi vefur er unnin af Signatus markaðsstofu!