Virðisaukaskattskil
Við sjáum um virðisaukaskattsuppgjör og er skilagreinum skilað rafrænt.
Launavinnsla
Við tökum að okkur launavinnslu fyrir lítil og stór fyrirtæki og einstaklinga í atvinnurekstri.
Ársreikningar
Við sjáum um gerð ársreikninga og skattframtöl fyrir alllar gerðir af rekstri
Ert þú að nýta þér alla skattaafslætti?
Hér eru nokkur sparnaðarráð fyrir bókhaldið þitt
Starfstengd hlunnindi
Ekki skal telja til tekna hlunnindi og fríðindi sem felast í árshátíð starfsmanna, starfsmannaferðum, jólagleði og sambærilegum samkomum og viðburðum, enda sé um að ræða viðburði sem standi öllum starfsmönnum launagreiðandans til boða og árlegur kostnaður af þeim nemi ekki hærri fjárhæð en 120.000 kr. á hvern starfsmann.
Fatnaður
Ekki skal telja starfsmanni til tekna einkennisfatnað sem ætlað er að nota við störf sín eða þann fatnað sem auðkenndur eða er merktur er launagreiðanda og er einkum nýttur vegna starfa í þágu hans.
Orlofsstyrkur
Greiðsla frá launagreiðenda eða frá stéttarfélagi sem ætlað er að koma til móts við kostnað vegna leigu á orlofshúsnæði eða til greiðslu á orlofsvöld skal ekki telja starfsmanni til tekna að því marki að slík greiðsla fari ekki yfir 50.000 kr. á ári
Umsagnir viðskiptavina
Þjónusta Uppgjör og skattskil ehf er búin að reynast okkur vel. Samstarfið einkennist af góðum samskiptum og lipurri þjónustu. | ![]() |