Uppgjör og skattskil ehf sjá um gerð ársreikninga og skattframtöl fyrir fyrirtæki, félagasamtök, húsfélög, einstaklinga í atvinnurekstri og einstaklinga.

Við vinnum ársreikning upp úr bókhaldi félagsins og skattframtalið í framhaldi af því sem er sent rafrænt til ríkisskattstjóra.

Við tökum að okkur skyldur skoðunarmanna ársreikninga fyrir félög, enda sé skattframtalið unnið af okkur.

Lögð er áhersla á fara yfir ársreikning félagsins með eigendum /stjórnarmönnum og koma með tillögur til úrbóta og jafnframt benda á hvað gengur vel.

Fyrirtæki sem fara ekki fram úr tvennum af eftirfarandi stærðarmörkum tvö ár í röð ber ekki skylda til að ráða löggiltan endurskoða. Vinna löggiltra endurskoðenda er dýr sem í flestum tilvikum er óþarfi fyrir minni og meðalstjór fyrirtæki að kaupa.

  1. Eignir 300.000.000 kr.
  2. Rekstrartekjur 600.000.000 kr
  3. Fjöld ársverka á reikningsári 50

Ef fyrirtæki þarfnast endurskoðunar, þá vinnum við bókhaldið upp í hendurnar á honum. Hann fær bókhaldið afstemmt sem gerir það að verkum að endurskoðunarvinnan ætti að vera minna en ella.

Meðmæli

Fyrir kranabílstjóra eins og mig þá skiptir mig máli að bókhaldið og gangaskil sé í lagi. Ég get alltaf nálgast Einar og  beðið hann um aðstoð með innheimtu eða sölureikninga og er það gert strax. Þegar ég hef samband við Einar upplifi ég það aldrei sem truflun heldur sem gott símtal.

Ragnar Ólafsson, Eigandi Kranaþjónustu R.Ó ehf.

Það er algjör guðsgjöf að hafa komist í viðskipti hjá Einari. Hann passar alltaf upp á að ég skili inn gögnum til hans tímalega, passar upp á allt sé í lagi, gagnaskil til Rsk eru gerð tímanlega og það besta sækir um þá styrki ég á rétt á.

Gunnþórunn Jónsdóttir, Kvikmyndagerðarkona og plötusnúður

Einar hjá Uppgjör og skattskil ehf hefur séð um launavinnslu, virðisaukaskattskil,ársreikningagerð fyrir mitt fyrirtæki í nokkur ár ég get 100% mælt með þjónustu hans. Einar er að reka litla bókhaldstofu þar sem haldið er vel utan um mann, maður upplifir sig frekar sem góðan vin en viðskiptavin þannig andrúmloft skapar hann meðal sinna viðskiptavina, allt viðmót hið þægilegasta.

Bessi Jónsson, Eigandi Moonwalker ehf