Bókhald

Uppgjör og skattskil ehf. bjóða upp á alhliða bókhaldsþjónustu fyrir fyrirtæki, einstaklinga í atvinnurekstri, húsfélög og félagasamtök.

Við sjáum um færslu bókhalds, afstemmingar, útgáfu reikninga, virðisaukaskattsuppgjör, launavinnslu, ársreikninga, árshlutauppgjör og skattframtöl fyrirtækja og einstaklinga.

Jafnframt er boðið upp á stofnun og slit fyrirtækja.

Innheimtuþjónusta ógreiddra krafan er í samstarfi með Inkasso

Lögð er áhersla á fara yfir ársreikning félagsins með eigendum /stjórnarmönnum koma með tillögur til úrbóta og jafnframt benda á hvað gengur vel.

Bókhald félags gefur upplýsingar um hvernig gengur hjá fyrirtækinu og er mikilvægt stjórntæki sem aðstoðar stjórnendum að taka réttar ákvarðanir.

Við færum bókhald okkar viðskiptavina í DK-hugbúnaði eða með nettengingu við bókhaldskerfi viðskiptavinar.

Við bjóðum okkar viðskiptavinum upp á sækja og senda bókhaldsgögnin allt eftir samkomulagi.

Einbeittu þér að rekstrinum- við sjáum um bókhaldið- það er góð samvinna
Smelltu hér til að panta fund til að fara yfir fjármálin.

Bókhaldsþjónusta er hagstæðari en þú heldur.

Virðisaukaskattskil

Við sjáum um virðisaukaskattsuppgjör og er skilagreinum skilað rafrænt, við það stofnast krafa í heimabanka félagsins.

 
Skoða nánar

Launavinnsla

Við tökum að okkur launavinnslu fyrir lítil og stór fyrirtæki og einstaklinga í atvinnurekstri. Í lok hvers mánaðar reiknum við út mánaðarlaun starfsmanna og göngum frá staðgreiðslu og launatengdum gjöldum.

 
Skoða nánar

Ársreikningur og skattframtöl

Við sjáum um gerð ársreikninga og skattframtöl fyrir fyrirtæki, félagasamtök, húsfélög, einstaklinga í atvinnurekstri og einstaklinga. Ársreikningur er unnin upp úr bókhaldi félagsins og skattframtalið í framhaldi af sent til ríkisskattstjóra.

 
Skoða nánar
© 2013 Uppgjör og skattskil ehf. | Nethyl 2b, 2 hæð, 110 Reykjavík | Sími: 577-3434 | einar@uppgjorogskattskil.is
Þessi vefur er unnin af Signatus markaðsstofu!