Launavinnsla

Við tökum að okkur launavinnslu fyrir lítil og stór fyrirtæki og einstaklinga í atvinnurekstri.

Í lok hvers mánaðar fáum við upplýsingar frá þér er varða vinnu hvers starfsmanns, orlofstöku, fyrirframgreiðslur o.h.þ og við reiknum út launin. Launaseðlar eru sendir í pósti til viðkomandi starfsmanns eða í hans eigið tölvupóstfang eða til ykkar allt eftir ykkar óskum.

Skilagreinum staðgreiðslu og tryggingagjalds er skilað rafrænt til ríkisskattstjóra og birtist krafa í heimabanka fyrirtæksins. Jafnframt er skilagreinum til lífeyrissjóða og stéttarfélaga skilað rafrænt.

Í ársbyrjun sendum við með rafrænum hætti verktaka-og launþegamiða til ríkisskattskjóra. Einnig sendum við út hlutafjármiða og ef við á bifreiðahlunninda- og greiðslu-miða.

Möguleiki er fyrir fyrirtæki að látu okkur eingöngu sjá um launavinnslu. Laun eru trúnaðarmál og geta verið viðkvæm, mörg fyrirtæki sjá sinn hag í því úthýsa laununum.

Láttu okkur sjá um launavinnslu fyrirtæksins og nýttu tíman þinn í það sem þú ert bestur.

Smelltu hér til að panta fund til að fara yfir fjármálin.

Bókhaldsþjónusta er hagstæðari en þú heldur.

Virðisaukaskattskil

Við sjáum um virðisaukaskattsuppgjör og er skilagreinum skilað rafrænt, við það stofnast krafa í heimabanka félagsins.

 
Skoða nánar

Ársreikningur og skattframtöl

Við sjáum um gerð ársreikninga og skattframtöl fyrir fyrirtæki, félagasamtök, húsfélög, einstaklinga í atvinnurekstri og einstaklinga. Ársreikningur er unnin upp úr bókhaldi félagsins og skattframtalið í framhaldi af sent til ríkisskattstjóra.

 
Skoða nánar
© 2013 Uppgjör og skattskil ehf. | Nethyl 2b, 2 hæð, 110 Reykjavík | Sími: 577-3434 | einar@uppgjorogskattskil.is
Þessi vefur er unnin af Signatus markaðsstofu!