Við tökum að okkur launavinnslu fyrir lítil og stór fyrirtæki og einstaklinga í atvinnurekstri.
Í lok hvers mánaðar fáum við upplýsingar frá þér er varða vinnu hvers starfsmanns, orlofstöku, fyrirframgreiðslur o.h.þ og við reiknum út launin. Launaseðlar eru sendir í pósti til viðkomandi starfsmanns eða í hans eigið tölvupóstfang eða til ykkar allt eftir ykkar óskum.
Skilagreinum staðgreiðslu og tryggingagjalds er skilað rafrænt til ríkisskattstjóra og birtist krafa í heimabanka fyrirtæksins. Jafnframt er skilagreinum til lífeyrissjóða og stéttarfélaga skilað rafrænt.
Í ársbyrjun sendum við með rafrænum hætti verktaka-og launþegamiða til ríkisskattskjóra. Einnig sendum við út hlutafjármiða og ef við á bifreiðahlunninda- og greiðslu-miða.
Möguleiki er fyrir fyrirtæki að látu okkur eingöngu sjá um launavinnslu. Laun eru trúnaðarmál og geta verið viðkvæm, mörg fyrirtæki sjá sinn hag í því úthýsa laununum.
Láttu okkur sjá um launavinnslu fyrirtæksins og nýttu tíman þinn í það sem þú ert bestur.
Smelltu hér til að panta fund til að fara yfir fjármálin.
Bókhaldsþjónusta er hagstæðari en þú heldur.