Uppgjör og skattskil veitir alhliða bókhalds- og uppgjörsþjónustu.

Við færum bókhald fyrir fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga í rekstri.

Við sjáum um virðisaukaskattsuppgjör og er skilagreinum skilað rafrænt.

Við tökum að okkur launavinnslu fyrir lítil og stór fyrirtæki og einstaklinga í atvinnurekstri.

Við sjáum um gerð ársreikninga og skattframtöl fyrir alllar gerðir af rekstri.

Við sérhæfum okkur í gerð ársreikninga og sækja um endurgreiðslur á virðisaukaskattif fyrir húsfélög. Við tökum einnig að okkur að sinna gjaldkerastörfum húsfélaga.

Meðmæli

Fyrir kranabílstjóra eins og mig þá skiptir mig máli að bókhaldið og gangaskil sé í lagi. Ég get alltaf nálgast Einar og  beðið hann um aðstoð með innheimtu eða sölureikninga og er það gert strax. Þegar ég hef samband við Einar upplifi ég það aldrei sem truflun heldur sem gott símtal.

Ragnar Ólafsson, Eigandi Kranaþjónustu R.Ó ehf.

Það er algjör guðsgjöf að hafa komist í viðskipti hjá Einari. Hann passar alltaf upp á að ég skili inn gögnum til hans tímalega, passar upp á allt sé í lagi, gagnaskil til Rsk eru gerð tímanlega og það besta sækir um þá styrki ég á rétt á.

Gunnþórunn Jónsdóttir, Kvikmyndagerðarkona og plötusnúður

Við hjá húsfélaginu Hrísmóum 4 í Garðabæ komum til Einars í viðskipti eftir að hafa verið í nokkur ár hjá Eignarekstri. Einar tók fjármálin föstum tökum og býður upp á frábæra þjónustu sem einfaldar líf okkar. Mikil breyting að hafa Einar sem gjaldkera fyrir húsfélagið okkar.

Gunnlaugur Arnarsson, Formaður húsfélags

Einar hjá Uppgjör og skattskil ehf hefur séð um launavinnslu, virðisaukaskattskil,ársreikningagerð fyrir mitt fyrirtæki í nokkur ár ég get 100% mælt með þjónustu hans. Einar er að reka litla bókhaldstofu þar sem haldið er vel utan um mann, maður upplifir sig frekar sem góðan vin en viðskiptavin þannig andrúmloft skapar hann meðal sinna viðskiptavina, allt viðmót hið þægilegasta.

Bessi Jónsson, Eigandi Moonwalker ehf

Húsfélagið Stórhöfða 35 er búið að vera hjá Einari með bókhaldið og ársuppgjör í nokkur ár.Það sem einkennir starfsemi hjá Uppgjör og skattskil ehf er þægileg persónuleg þjónustu, haldið vel utan um okkur og svo er þjónustan á sanngjörnu verði.

Jón Hafsteinn Magnússon, Gjaldkeri