Einar Rúnar Einarsson
Framkvæmdastjóri / eigandi
Viðskiptafræðingur Cand.oecon.
Vinnusími: 577-3434
Netfang: einar@uppgjorogskattskil.is
Uppgjör og skattskil ehf var stofnað á árinu 2012, félagið er í eigu Einars Rúnar Einarssonar. Eigandinn er menntaður viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði og hefur áratugareynslu af bókhaldi og uppgjörum. Einar starfar einn en nýtur aðstoðar frá öðrum sérfræðingum. Einar sækir reglulega námskeið og ráðstefnur. Bókhaldsstofan er lítil og er lögð áhersla á að halda vel utan um kúnnana sína.
Lögð er áhersla á bjóða upp á vönduð og fagmannleg vinnubrögð, byggja upp traust samband við viðskiptavini og veita persónulega þjónustu með hagsmuni viðskiptavinar að leiðarljósi. Áhersla er á að veita góða þjónustu á sanngjörnu verði sem allir ættu að geta verið sáttir með. Árangur og ánægja okkar viðskiptavina er okkar metnaður.
Fyrirtæki sem eru farin farin að hugsa sér til heyfings munið að það er ekkert mál að skipta um bókhaldstofu og tímasetning skiptir engu máli.
Viðskiptavinir bókhaldsstofunar eru fjölbreyttir: fyrirtæki, einstaklingar í atvinnurekstri, húsfélög, félagasamtök og einstaklingar.
Meðmæli
Fyrir kranabílstjóra eins og mig þá skiptir mig máli að bókhaldið og gangaskil sé í lagi. Ég get alltaf nálgast Einar og beðið hann um aðstoð með innheimtu eða sölureikninga og er það gert strax. Þegar ég hef samband við Einar upplifi ég það aldrei sem truflun heldur sem gott símtal.
Það er algjör guðsgjöf að hafa komist í viðskipti hjá Einari. Hann passar alltaf upp á að ég skili inn gögnum til hans tímalega, passar upp á allt sé í lagi, gagnaskil til Rsk eru gerð tímanlega og það besta sækir um þá styrki ég á rétt á.
Við hjá húsfélaginu Holtsvegi 41 komum til Einars í viðskipti fyrir nokkrum árum hann er nákvæmur, lipur, gott að tala við hann og hjálplegur í alla staði, bókhaldsþjónusta á góði verði.
Einar hjá Uppgjör og skattskil ehf hefur séð um launavinnslu, virðisaukaskattskil,ársreikningagerð fyrir mitt fyrirtæki í nokkur ár ég get 100% mælt með þjónustu hans. Einar er að reka litla bókhaldstofu þar sem haldið er vel utan um mann, maður upplifir sig frekar sem góðan vin en viðskiptavin þannig andrúmloft skapar hann meðal sinna viðskiptavina, allt viðmót hið þægilegasta.
Húsfélagið Stórhöfða 35 er búið að vera hjá Einari með bókhaldið og ársuppgjör í nokkur ár.Það sem einkennir starfsemi hjá Uppgjör og skattskil ehf er þægileg persónuleg þjónustu, haldið vel utan um okkur og svo er þjónustan á sanngjörnu verði.